Listamenn/Artists

Viðtal tekið af mbl.is/skapti hallgrímsson


Hol­lenska rokk­hljóm­sveit­in Focus hélt tvenna tón­leika hér­lend­is fyr­ir tveim­ur árum og snýr aft­ur í haust. Thijs van Leer og fé­lög­um var afar vel tekið, bæði í Bæj­ar­bíói í Hafnar­f­irði og á Græna hatt­in­um á Ak­ur­eyri. Gest­ir hatts­ins fá að njóta á ný, föstu­dag 22. sept­em­ber, en syðra kem­ur sveit­in fram á Hard Rock Café kvöldið áður. Þeir loka svo hringnum á hinni gamalgrónu JEA jazzhátíð í Egilsbúð Neskaupstað.

Thijs van Leer, stofn­andi Focus, söngv­ari sveit­ar­inn­ar, org­el- og þverf­lautu­leik­ari, kveðst hlakka mikið til Íslands­ferðar­inn­ar. „Við erum satt að segja mjög spennt­ir að koma aft­ur. Það var mjög vel tekið á móti okk­ur og tón­leika­gest­ir voru frá­bær­ir, bæði í Reykja­vík og fyr­ir norðan. Við flug­um norður en keyrðum aft­ur til Reykja­vík­ur sem var mik­il upp­lif­un því landið er svo fal­legt,“ sagði van Leer þegar blaðamaður Morg­un­blaðsins ræddi við hann í síma á dög­un­um.

Ekki síma­at!

Hljóm­sveit­in kem­ur til lands­ins á veg­um Hauks Tryggva­son­ar, eig­anda Græna hatts­ins, eins og fyr­ir tveim­ur árum. „Við töluðum ekk­ert um það síðast að þeir kæmu aft­ur, en svo óskuðu þeir eft­ir því og við höf­um í tölu­verðan tíma reynt að finna heppi­leg­an tíma,“ seg­ir Hauk­ur.

Focus hef­ur lengi verið í upp­á­haldi hjá Hauki og þegar hann fékk sím­talið fyr­ir tveim­ur árum hélt hann að ein­hver vina sinna væri að gera síma­at:

„Góðan dag. Ég er að hringja fyr­ir hol­lensku hljóm­sveit­ina Focus. Hún hef­ur áhuga á að koma og halda tón­leika hjá þér. Er það mögu­legt?“

Lög sveit­ar­inn­ar hljóma oft í há­töl­ur­um Græna hatts­ins fyr­ir tón­leika og jafn­vel á eft­ir, meðan gest­ir tín­ast út. Nokkr­um dög­um áður hafði Hauk­ur nefnt við vin sinn að gam­an yrði að fá þess­ar gömlu hetj­ur í heim­sókn ...

„Við erum mjög mikið á ferðinni, spilandi á tón­leik­um út um allt. Akkúrat núna erum við hins veg­ar í hljóðveri að taka upp plötu – Focus 11. Það er að minnsta kosti vinnu­heitið. Við höf­um verið 11 daga við upp­tök­ur og erum um það bil hálfnaðir,“ sagði Thijs van Leer við Morg­un­blaðið. Hann kveðst munu bjóða Íslend­ing­um upp á lög af nýju plöt­unni í haust, en að sjálf­sögðu einnig leika gömlu smell­ina.

Langt ferðalag framund­an

Focus kem­ur fram á nokkr­um tón­leik­um í heima­land­inu í sum­ar, þrenn­um í Englandi en held­ur síðan í ferð um Suður-Am­er­íku, þar sem sveit­in er mjög vin­sæl. „Við spil­um fyrst í Bras­il­íu, síðan í Perú, Arg­entínu og Chile og kom­um beint þaðan til Íslands. Þetta verður mikið ferðalag en skemmti­legt. Það er ör­uggt mál.“

Ein breyt­ing hef­ur orðið á sveit­inni síðan hún kom síðast. Udo Pann­ekeit, „sem er frá­bær bassa­leik­ari“, er kom­inn í stað Bobby Jac­obs, seg­ir van Leer. Pier­re van der Lind­en tromm­ar, eins og hann hef­ur gert nán­ast alla tíð, og Menno Gootj­es spil­ar á gít­ar.

Forsprakk­inn ven Leer er nýorðinn 69 ára og seg­ist fá mikið út úr því að spila með sér yngri mönn­um. „Ég er orðinn gam­all. Þú þarft ekk­ert að vera feim­inn við að orða það þannig!“ svar­ar hann kurt­eis­legri spurn­ingu. „Tromm­ar­inn van der Lind­en er reynd­ar tveim­ur árum eldri en ég en Gootj­es er 41 árs og Pann­ekeit 39. Þetta eru því tvær kyn­slóðir í hljóm­sveit­inni, sem er gott. Það er mjög gef­andi að spila með sér yngri mönn­um,“ seg­ir van Leer.

Byrjaði þriggja ára

Krókur­inn beygðist snemma. For­eldr­ar van Leer eru tón­list­ar­menn og hon­um var fyrst stillt upp við pí­anó þriggja ára göml­um. „Þá sat ég við hlið mömmu en sex ára fékk ég fyrst al­vöru kennslu og alla skóla­göng­una lærði ég á hljóðfæri hjá ýms­um mjög góðum kenn­ur­um.“

Faðir hans kenndi strákn­um á flautu enda af­bragðs blás­ari sjálf­ur. Fyrstu árin lék van Leer ein­göngu sí­gilda tónlist, fyrst á pí­anó og síðan á flautu, 13 ára kynnt­ist hann djassi en snéri sér að rokk­inu 18 ára. „Ég hafði yndi af því að spila Bach og Béla Bartok, síðan Coltra­ne og fleiri slíka djass­ara. Ég hélt hins veg­ar að þegar væru svo marg­ir góðir að semja og spila mús­ík að ég yrði ekki sam­keppn­is­fær. Fór því að læra lista­sögu við há­skóla í Amster­dam en þegar mér var boðið í fræga hljóm­sveit sem spilaði í kaba­rett-sýn­ing­um, 19 ára göml­um, var tónn­inn sleg­inn. Þá hófst tón­list­ar­fer­ill­inn fyr­ir al­vöru.“

Focus stofnaði van Leer tveim­ur árum síðar, árið 1969. Hljóm­sveit­in átti hvern smell­inn á fæt­ur öðrum og ferðaðist um ver­öld­ina þvera og endi­langa. „Það var mjög gam­an og er enn, herra minn,“ seg­ir hann hinn kát­asti.

Focus hætti störf­um 1978, tók upp þráðinn 1985 og var starf­andi til 1999. Eft­ir tveggja ára hlé var lífi blásið í sveit­ina aft­ur og hún er enn að. Thijs van Leer hef­ur að auki gefið út nokkr­ar sóló­plöt­ur og er ein þeirra, Introspecti­on, mest selda plata alla tíma í Hollandi. Hún kom út 1972 en fleiri fylgdu í kjöl­farið.

Þegar spurt er hvers vegna Focus hafi verið end­ur­vak­in árið 2001 kem­ur í ljós að það stóð hreint ekki til. Bassa­leik­ar­inn Bobby Jac­obs, sem er stjúp­son­ur van Leer, stofnaði hljóm­sveit ásamt tveim­ur vin­um sín­um og bauð þeim gamla að vera með.

Þeir hugðust spila gömlu Focus lög­in, sem ábreiðuband. Viðtök­ur voru afar góðar og að áeggj­an umboðsmanns, sem falaðist eft­ir því að vinna með fjór­menn­ing­un­um, var rykið dustað af Focus-nafn­inu. „Það tók mig ekki nema eina mín­útu að slá til, eft­ir að sú hug­mynd kom fram,“ seg­ir van Leer. „Við byrjuðum á að fara í tón­leika­ferð til Bras­il­íu, allstaðar var upp­selt og segja má að við höf­um verið á nær stans­lausu tón­leika­ferðalagi síðan!“

Comments